Það er ekki nema mánuður þangað til sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru og veiðimenn hafa aldrei hnýtt eins mikið af flugum eins og síðustu vikurnar víða um land. Verður spennandi að sjá hvernig vorveiðin byrjar og veðurfarið verður.
„Eigum við ekki kíkja í Brúarflúðina og sjá hvort það sé ekki fiskur þar,“ segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum og leigutaki Minnivallarlæks, ef við rennum niður með læknum í vikunni, til að skoða aðeins stöðuna, en það er nákvæmlega mánuður þangað til vorveiðin byrjar.
En áður kíkjum við á veiðihúsið sem hefur verið tekið í gegn og allt orðið mun flottara en áður. „ Já þetta er allt annað hérna og við erum að klára lagfæringar núna, en húsið hefur klætt að innan og mikið lagað,“ segir Þröstur ennfremur. Það er allt annað að sjá þetta eftir að breytingarnar voru gerðar.
Við kíkjum í Brúarhylinn, það sést lítil hreyfing enda farið að hvessa þótt áin sé alveg tær, ein og ein önd heldur sig fyrir ofan brúnna en hreyfir sig lítið.
Þröstur Elliðason kíkir eftir fiski við Minnivallarlæk í vikunni / Mynd GB
Veiðar · Lesa meira