Urriðavinafélagið í Laxá

Dagana 13. – 15. júni fór ég í góðra vina hópi á svæðin fyrir neðan virkjunar í Laxá í Aðaldal. Við vorum 10 talsins og  áttum tvo og hálfan dag á Presthvammi, Staðartorfu, Syðra Fjalli og svo Efra og Neðra-Hrauni. Ætlunin var sú að allir fengju að veiða eina vakt á hverju svæði. Eftirvæntingin hafði verið mikil, en það dró töluvert úr henni þegar ljóst varð að hitinn yrði aðeins 3-6 °c og að von væri á snjókomu. En þrátt fyrir spána, var nú lítið gefið eftir í veiðinni og hópurinn stóð sig bara nokkuð vel. Alls komu 114 urriðar á land, flestir vel haldnir 50 – 60 cm “kallar”. Flestir tóku þeir hinar og þessar púpur t.d. Pheasant Tail og Blóðorm, en einnig kom talsvert á þekktar straumflugur eins og Rektor, Stirðu og Svartan Nobbler. Þau svæði sem gáfu okkur best voru Presthvammur og Staðartorfa, en Efra Hraun var nokkuð drjúgt. Við gistum allir á Brekku og það fór ákaflega vel um okkur þar. Við ætlum aftur að ári. 

Frétt frá Högna Harðarsyni       

Hólaá – Austurey