Laxá í Hrútafirði er dragá í sunnanverðri Strandasýslu. Hún á upptök á Laxardalsheiði eins og Laxá í Dölum. Áin er um 14 kílómetrar að lengd og þar af fiskgengur hluti um það bil 6 km. Hún getur orðið mjög vatnslítil á sumrin. Sumarvatnsmagn er talið vera um 0,5 rúmm/sek. Meðalveiði í Laxá er um 50 laxar á sumri. Leigutaki er hópur veiðimanna, sem kalla sig “Litla Norræna” og nota þeir veiðina að mestu sjálfir.