Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Hún hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins. Meðalveði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukis fyrr á tímabilinu.

Fyrst kom stórlaxinn sem var óveiðandi
„Það er allt í kakó núna svo það var bara þessi á land og strákurinn er alveg í skýjunum,” sagði Kjartan Ásmundsson skömmu eftir að sonur hans Grímur Eli veiddi