Þarna er um tvö vötn að ræða sem eru norðaustanmegin á Melrakksléttu. Það nyrðra og stærra liggur rétt sunnan þjóðvegarins stutt frá bænum Skinnalóni sem farinn er í eyði. Það er um 0.58 km² að flatarmáli. Minna vatnið er áætlað um 0.10 km2 að flatarmáli. Bæði vötnin eru í 5 m hæð yfir sjávarmáli. Sæmilegasta veiði er í vötnunum, mest af ágætum urriða, sem oft er í kringum 2 pund, og eitthvað af bleikju sem mest er frekar smá. Æðarvötn eru stutt norðan við Raufarhöfn.