Æðarvötn

Norðausturland
Eigandi myndar: Jónína S. Þorláksdóttir
Calendar

Veiðitímabil

20 maí – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Þarna er um tvö vötn að ræða sem eru norðaustanmegin á Melrakksléttu. Það nyrðra og stærra liggur rétt sunnan þjóðvegarins stutt frá bænum Skinnalóni sem farinn er í eyði. Það er um 0.58 km² að flatarmáli. Minna vatnið er áætlað um 0.10 km2 að flatarmáli. Bæði vötnin eru í 5 m hæð yfir sjávarmáli. Sæmilegasta veiði er í vötnunum, mest af ágætum urriða, sem oft er í kringum 2 pund, og eitthvað af bleikju sem mest er frekar smá. Æðarvötn eru stutt norðan við Raufarhöfn.

Veiðireglur

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og vera tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið [email protected].

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í báðum vötnunum, en það stærra er talið öllu betra

Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar. Í Æðavatni er best að veiða á töngum sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Raufarhöfn: 14 km, Húsavík: 145 km, Akureyri: 216 km og Reykjavík: 603 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vötnin eru hluti af Veiðikortinu

Veiðivörður er Halldór Þórólfsson s: 863-8468 (Hallur Þorsteinsson s: 660-4569 er fróður um vötnin)

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Æðarvötn

Engin nýleg veiði er á Æðarvötn!

Shopping Basket