ÁIN ER FRIÐUÐ EINS OG STENDUR! Bakkaáin lætur ekki mikið yfir sér en hún getur geymt mjög stóra laxa. Eins og flestir vita þá veiddist stærsti lax á Íslandi í Bakkaá árið 1992 af Marínó Jónssyni. Laxinn var hoplax og vó hann 43 pund og var 130 cm. Eingöngu er veitt á flugu í Bakká og mega veiðimenn taka einn lax á stöng á dag en allri bleikju er sleppt. Skráningar á afla hafa verið takmarkaðar undanfarin ár en laxgengd í ána er töluverð, enda í nágrenni margra af bestu laxveiðiám landsins. Hafa menn gert þar góða veiði á undanförnum árum. Áin er fullkomin fluguveiðiá og þá sérstaklega fyrir hitch- og yfirborðsveiði.