Baugstaðaós er skammt austan Stokkseyrar. Til hans fellur auk Hróarsholtslækjar, Baugstaðaá sem kemur úr Skipavatni og eru veiðimörk við útfallið úr vatninu. Fiskur gengur bæði um ósinn í Hróarsholtslæk (Vola) og Baugstaðaá. Ósinn á sér langa sögu, einkum fyrir góða sjóbirtingsveiði. Fiskurinn er misstór: frá 1 pundi upp í 16 punda bolta. Þegar göngur koma er oft mjög líflegt og má segja að ósinn kraumi af fiski þegar mest er um að vera. Nokkrir laxar koma einnig á land á hverju sumri, flestir á bilinu 5-10 pund. Þá er ótalin sjóbleikja sem lítillega verður vart við bæði í ósnum og einnig í Vola og gæti verið spennandi fyrir áhugasama fluguveiðimenn að kanna betur, t.d. snemma að vori.
Baugastaðaós að tikka inn heldur betur
Frábært í Stóru Laxá í Hreppum „Við vorum í Baugstaðaós og veiðin gekk flott, rígvænir fiskar,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrir skömmu en Baugstaðaós hefur gefið yfir 300 sjóbirtinga