Baugstaðaós

Suðurland
Eigandi myndar: leyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

20 apríl – 31 maí

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

5 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

26000 kr. – 26000 kr.

Tegundir

Veiðin

Baugstaðaós er skammt austan Stokkseyrar. Til hans fellur auk Hróarsholtslækjar, Baugstaðaá sem kemur úr Skipavatni og eru veiðimörk við útfallið úr vatninu. Fiskur gengur bæði um ósinn í Hróarsholtslæk (Vola) og Baugstaðaá. Ósinn á sér langa sögu, einkum fyrir góða sjóbirtingsveiði. Fiskurinn er misstór: frá 1 pundi upp í 16 punda bolta. Þegar göngur koma er oft mjög líflegt og má segja að ósinn kraumi af fiski þegar mest er um að vera. Nokkrir laxar koma einnig á land á hverju sumri, flestir á bilinu 5-10 pund. Þá er ótalin sjóbleikja sem lítillega verður vart við bæði í ósnum og einnig í Vola og gæti verið spennandi fyrir áhugasama fluguveiðimenn að kanna betur, t.d. snemma að vori.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ekkert veiðihús fylgir með í Vorveiðinni.

Veiðireglur

Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman.

Frá 20 apríl til 31 maí er eingögnu leyfð fluguveiði og skal öllum fiski sleppt.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá brú skammt fyrir ofan veiðihús niður í sjó og frá útfalli Skipavatns. Tiltölulega stutt og með 10 merkta veiðistaði

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Stokkseyri: einungis 5 km, Selfoss: um 20 km, Reykjavík: um 70 km, Akureyri: um 440 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Félagar í SVFS fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is

Veiðivörður: Ólafur Ottó  894-2187

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Baugstaðaós

Baugastaðaós að tikka inn heldur betur

Frábært í Stóru Laxá í Hreppum „Við vorum í Baugstaðaós og veiðin gekk flott, rígvænir fiskar,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrir skömmu en Baugstaðaós hefur gefið yfir 300 sjóbirtinga

Lesa meira »
Shopping Basket