Baugastaðaós að tikka inn heldur betur

Frábært í Stóru Laxá í Hreppum

„Við vorum í Baugstaðaós og veiðin gekk flott, rígvænir fiskar,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrir skömmu en Baugstaðaós hefur gefið yfir 300 sjóbirtinga og einn lax. Það hefur vakið athygli að fiskurinn er vænn og vel haldinn.

Fín veiði hefur verið í Ölfusá og áin gefið á Pallinum 65 laxa og 40 sjóbirtinga. „Þetta var gott, fékk í soðið,“ sagði veiðimaður sem var að veiða í síðustu viku. Sogið er byrjað að gefa laxa og Iðan hefur líka verið að gefa laxa.

Stóra Laxá hefur verið að gefa vel og er komin með 240 laxa sem verður að teljast fín veiði núna. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við ána og komið þar glæsilegt veiðihús. 

Mynd:  Baugastaðaós er að gefa vel  og 300 sjóbirtingar veiðst það sem af. 

Veiðar · Lesa meira

Baugstaðaós