Blautulón eru tvo talsins og eru á Skaftártunguafrétti á hálendinu. Þau eru þétt setin af frekar smárri bleikju, en þó leynast stærri ránbleikjur og stöku urriði inn á milli. Þetta eru fjölskuylduvæn lón, enda fá flestir sem reyna einhverja veiði. Umhverfi þeirra er hið klassíska eldfjallalandslag, svartir sandar og eitur grænn mosi. Veiðimenn eru hvattir til að grisja eins og þeim lysti af bleikjunni og einnig má leggja net í vatnið