Blautulón

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

1500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Blautulón eru tvo talsins og eru á Skaftártunguafrétti á hálendinu. Þau eru þétt setin af frekar smárri bleikju, en þó leynast stærri ránbleikjur og stöku urriði inn á milli. Þetta eru fjölskuylduvæn lón, enda fá flestir sem reyna einhverja veiði. Umhverfi þeirra er hið klassíska eldfjallalandslag, svartir sandar og eitur grænn mosi. Veiðimenn eru hvattir til að grisja eins og þeim lysti af bleikjunni og einnig má leggja net í vatnið

Gisting & aðstaða

Gistihús

Hægt er að fá gistingu í fjallaskálanum Skælingum sem og Hálendismiðstöðinni Hólaskjóli (um 40 mín akstur frá Blautulónum)

Veiðireglur

Veiðitímabilið er í raun frá því að fjallvegir opna og þangað til að þeir loka. Best er að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar um færð á vegum. Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.

  • Allur utanvegaakstur er stranglega bannaður
  • Bannað er að veiða í Norðari-Ófæru sem úr lónunum renna, aðeins í útfalli
  • Hundar leyfðir: Já
  • Notkun báta: Já
  • Netaveiði: Já
  • Tjalda: Já en huga skal vel að umgengni og hirða allt rusl með sér

Kort og leiðarlýsingar

 

Leyfilegt er að veiða í báðum lónunum öllum og í útfalli Norðari-Ófæru, ekki sjálfri ánni

Farin er Fjallabaksleið nyrðri í gegnum Landmannalaugar (F208). Af henni er beygt inn á Langasjósveg og eknir um 11 km þar til beygt er til hægri. Þaðan er um 2 km akstur að austara lóninu. Einnig er hægt að leggja við Norðari-Ófæru og labba upp að vestara lóninu. Er það um 500 m labb. Koma menn leiðina úr suðri fara þeir í gegnum Skaftártungu og svo inn Fjallabaksleið nyrðri.

Veiðikort

 

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Fjarðlægð frá Reykjavík: 220 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veida.is 

Hlynur Pálmason s: 824-1128, [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Blautulón

Engin nýleg veiði er á Blautulón!

Shopping Basket