Brúará

Suðurland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Gistihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Brúará er vinsæl bleikjuveiðiá á suðurlandi og eru ófair veiðimennirnir sem hafa stundað hana í gegnum árin. Óhætt er að segja að áin sé eitt vandveiddasta og mest krefjandi veiðisvæði landsins. Brúará er næst vatnmesta bergvatnsá landsins, á upptök sín í Brúarárskörðum, Laugardalsfjöllum og Úthlíðarhrauni og rennur rúmlega 40 km í Hvítá. Í Brúará veiðist bæði bleikja og urriði og einnig er þar ágætis laxavon þegar líður á sumarið. Áin er talin laxgeng um 27 km, að Hlauptungufossi. Vinsælustu veiðisvæðin eru Spóastaðir og Sel og er aðgengi að þeim gott, þá aðallega að Spóastaðasvæðinu þar sem brúin er yfir ána við afleggjaran til Skálholts og Laugarás.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

SPÓASTAÐIR: Lítill veiðikofi fylgir seldum veiðileyfum, þar sem veiðimenn geta haft afdrep, borðað nesti, og farið á snyrtingu.

Gistihús

Gistiheimilið Sel, s: 893-9294

Veiðireglur

Biðlað er til veiðifólks að veiða hóflega og sleppa öllum bleikjum yfir 50 cm þar sem þær eru mikilvægustu hrygningarfiskarnir. Öllum laxi skal sleppt.

SEL: Veiðibók liggur frammi í Gistiheimilinu Seli en skylt er að skrá allan afla í veiðibók

Stangarfjöldi á Spóastöðum er 8 stangir nema 10. – 20. ágúst, þá eru 4 stangir. Ekki hefur verið viðhöfð eiginleg skipting á veiðisvæðum fyrir landi Spóastaða. Veiðimenn eru hvattir til að sýna tillitssemi og góða háttvísi.

Kort og leiðarlýsingar

Brúara – SEL 

Veiðisvæðið fyrir landi Sels er um 5 km langt og er nú veidd þar á aðeins 4 stangir. Fyrri part sumar veiðist hvor tveggja urriði og bleikja en þegar komið er lengra inn á sumarið er mest um bleikju. Eftirspurn hefur aukist, enda er auðvelt að komast að svæðinu, veiðivon er góð og náttúrufegurð mikil. Ekki er bífært meðfram ánni og verða menn því að leggja á sig nokkurt labb. Allir þeir sem heimsækja svæðið eru beðnir að ganga vel um og veiða hóflega.

Bestu veiðistaðir eru Eyrin fyrir neðan Brúm Staurinn, Hrafnaklettar, fossinn Dynjandi, Fossbrún og Felgan (ofan Hólmatagls)

Til að komast að veiðisvæðinu er keyrt af þjóðvegi eitt inn á Biskupstungnabraut (35) stuttu áður en komið er á Selfoss. Ekin er svo bein leið þar til að komið er að Brúará.

Kort – Sel

 

Brúara – SPÓASTAÐIR

Veiðisvæðið spannar um 4.6 km kafla á austurbakka Brúarár. Ólíkt og er fyrir landi Sels, er hægt að keyra að eða nálægt flestum veiðistöðum í landi Spóastaða. Helsta veiðin er bleikja, en einnig veiðist urriði snemma á tímabililinu og svo stöku lax og sjóbirtingur. Þeir sem þekkja hér til hafa oft gert ævintýralega veiði, mest með því að veiða á þyngdar púpur andstreymis.

Bestu veiðistaðir eru Breiðibakki (tunna við bakkan), Brúin, Klöppin, Ferjunef, Kerlingarvík, Hrafnaklettar og Dynjandi

Veiðikort 

Keyrt er yfir brúna við Brúará og tekinn afleggjarinn til hægri í átt að Skálholti. Spóastaðir er næsti bær vestan við Skálholt, er á mörkum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykholt: 6 km, Selfoss: 36 km, Hella: 54 km, Reykjavík: 90 km, Reykjanesbær: 127 km og Akureyri: 422 km

 

Veitingastaðir

Reykholt: 6 km og Laugarás: 5km

Áhugaverðir staðir

Skálholt: 3 km, Slakki: 6 km, Friðheimar: 7 km, Faxi: 15 km, Secret Lagoon: 19 km, Geysir: 26 km og Gullfoss: 36 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Brúará Sel – Veiðileyfi 

Veiðivarsla Sel: Árni Kristinn Skúlason s: 616-1988

Spóastaðir: Áslaug Jóhannesdóttir s: 486 8863.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Brúará

Brúará vöknuð til lífsins

Veiðimenn sem voru í Brúará í dag, 16. apríl, lönduðu 4 bleikjum og misstu 3 aðrar. Veðrið lék við veiðimönnum og var töluvert líf, einna helst þó efst í Felgunni.

Lesa meira »
Shopping Basket