Brúará er vinsæl bleikjuveiðiá á suðurlandi og eru ófair veiðimennirnir sem hafa stundað hana í gegnum árin. Óhætt er að segja að áin sé eitt vandveiddasta og mest krefjandi veiðisvæði landsins. Brúará er næst vatnmesta bergvatnsá landsins, á upptök sín í Brúarárskörðum, Laugardalsfjöllum og Úthlíðarhrauni og rennur rúmlega 40 km í Hvítá. Í Brúará veiðist bæði bleikja og urriði og einnig er þar ágætis laxavon þegar líður á sumarið. Áin er talin laxgeng um 27 km, að Hlauptungufossi. Vinsælustu veiðisvæðin eru Spóastaðir og Sel og er aðgengi að þeim gott, þá aðallega að Spóastaðasvæðinu þar sem brúin er yfir ána við afleggjaran til Skálholts og Laugarás.
Brúará vöknuð til lífsins
Veiðimenn sem voru í Brúará í dag, 16. apríl, lönduðu 4 bleikjum og misstu 3 aðrar. Veðrið lék við veiðimönnum og var töluvert líf, einna helst þó efst í Felgunni.