Brúará vöknuð til lífsins

Veiðimenn sem voru í Brúará í dag, 16. apríl, lönduðu 4 bleikjum og misstu 3 aðrar. Veðrið lék við veiðimönnum og var töluvert líf, einna helst þó efst í Felgunni. Púpurnar Pheasant tail #16 og Peeping Caddis gáfu best.

Hægt er að tryggja sér veiðileyfi í Brúará Sel á ioveidileyfi.is

Þann 20. maí verður Árni Kristinn með kynningu á ánni.

Ljósmyndina tók Einar Hrafn Hjálmarsson

Frétt fengin af IOveiðileyfi – facebook

Brúará