Brúara – SEL
Veiðisvæðið fyrir landi Sels er um 5 km langt og er nú veidd þar á aðeins 4 stangir. Fyrri part sumar veiðist hvor tveggja urriði og bleikja en þegar komið er lengra inn á sumarið er mest um bleikju. Eftirspurn hefur aukist, enda er auðvelt að komast að svæðinu, veiðivon er góð og náttúrufegurð mikil. Ekki er bífært meðfram ánni og verða menn því að leggja á sig nokkurt labb. Allir þeir sem heimsækja svæðið eru beðnir að ganga vel um og veiða hóflega.
Bestu veiðistaðir eru Eyrin fyrir neðan Brúm Staurinn, Hrafnaklettar, fossinn Dynjandi, Fossbrún og Felgan (ofan Hólmatagls)
Til að komast að veiðisvæðinu er keyrt af þjóðvegi eitt inn á Biskupstungnabraut (35) stuttu áður en komið er á Selfoss. Ekin er svo bein leið þar til að komið er að Brúará.
Kort – Sel
Brúara – SPÓASTAÐIR
Veiðisvæðið spannar um 4.6 km kafla á austurbakka Brúarár. Ólíkt og er fyrir landi Sels, er hægt að keyra að eða nálægt flestum veiðistöðum í landi Spóastaða. Helsta veiðin er bleikja, en einnig veiðist urriði snemma á tímabililinu og svo stöku lax og sjóbirtingur. Þeir sem þekkja hér til hafa oft gert ævintýralega veiði, mest með því að veiða á þyngdar púpur andstreymis.
Bestu veiðistaðir eru Breiðibakki (tunna við bakkan), Brúin, Klöppin, Ferjunef, Kerlingarvík, Hrafnaklettar og Dynjandi
Veiðikort
Keyrt er yfir brúna við Brúará og tekinn afleggjarinn til hægri í átt að Skálholti. Spóastaðir er næsti bær vestan við Skálholt, er á mörkum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar.