Brunná

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiðitorg
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Brunná í Öxarfirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá, og rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Brunná er þriggja stanga á sem rennur um umhverfi sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð. Hún er þekktust fyrir góða sjóbleikjuveiði, en bleikjurnar í Brunná geta orðið mjög vænar og eru 4-6 punda bleikjur ekki óalgengar. Einnig eru stórir urriðar í ánni og þegar að líða fer á sumarið geta veiðimenn átt von á sjóbirtingi. Veitt er í 2-3 daga í senn yrir sumartíman og vanalega eru allar stangirnar seldar saman. Í vorveiðinni eru seldar 2 stangir, hálfan dag í senn. Meðalveiði er um 250 fiskar á ári.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið við Brunná heitir Hvirfilvellir. Þar er svefnpláss fyrir 6 til 8 manns í 2 svefnherbergjum og á rúmgóðu svefnlofti. Í húsinu er salerni með sturtu, nútímalegt eldhús, borðstofa og stofa. Í eldhúsinu er að finna öll nútíma tæki til eldamennsku og einnig borðbúnaður. Í húsinu er notarlegur sófi, sófaborð, sjónvarp og geisladiskaspilari ásamt útvarpi. Rúmgóður 120 m² sólpallur er við húsið, þar er gott gas grill og sólhúsgögn.

Leiðarlýsing: Frá Akureyri er ekið í austur í gegnum Húsavík, framhjá Ásbyrgi og yfir brúnna á Jökulsá á Fjöllum. Það eru 5,5 km að malarvegi sem merktur er Hafrafellstunga – skömmu eftir Víðilund. Sá vegur er ekinn í um 1,5 km og þá beygt til hægri og svo aftur til hægri við fyrsta afleggjara – 200 metrum síðar ætti veiðhúsið að blasa við.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum. Neðra svæðið nær frá Smjörhólsárfossi og niður til sjávar. Efra svæði Brunnár (Gilsbakkaá), nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga

Leiðarlýsing að veiðistöðum

Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Má segja að um tvö mjög ólík veiðisvæði sé að ræða. Aðgengi að efra svæðinu er best fyrirkomið með því að keyra upp veginn að Hafrafellstungu. Hægt er að fara ógreinilegan slóða rétt vestan við brúna yfir Gilsbakkaána og norður með ánni til að komast á neðstu veiðisvæði Gilsbakkarárinnar. Til að fara að efstu veiðistöðunum er best að keyra heim að Gilsbakka og ganga þaðan niður að ánni. Einnig er hægt að leggja bíl við íbúðarhúsið Klöpp sem er staðsett rétt ofan við brúna yfir ána.

Til að komast að efstu veiðistöðunum á neðra svæðinu er ekið veginn upp á Öxarfjarðarheiði og tekinn afleggjarinn að Leifsstöðum og ekið heim að bænum. Þaðan er gengið upp að Smjörhólsárfossinum sem er efsti veiðistaður Brunnár. Sú gönguferð tekur um 10 mín. Ganga þarf í gegnum hlaðið og á bak við Leifsstaðahúsið til að finna göngustíg sem liggur í gegnum skógarlund rétt við húsið. Á þeirri leið er komið að Lækjardalshylnum sem er rétt ofan við rafstöðvarhúsið. Þann hyl er best að veiða vestanmeginn og þarf þá að vaða yfir ána neðst á brotinu. Fara þarf varlega þar sem þarna er býsna stríður straumur og grýtt.

Til að komast á miðsvæði Brunnár sem mörgum þykir eitt skemmtilegasta svæði árinnar er ekið sömu leið og að efsta svæðinu, þ.e. í átt að Leifsstöðum. Rétt eftir að ekið er yfir rimlahlið er beygt til hægri og farið í gegnum hlið og fylgt slóða að ánni. Passa þarf að fara ekki beinustu leið niður að ánni heldur skal taka beygju til hægri þegar komið er fram á brúnina þar sem sést yfir ána. Sá slóði fylgir brúninni allt að ármótum Skeggjastaðarár og Brunnár.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kópasker: um 30 km, Húsavík: um 75 km, Akureyri: 150 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 150 km

Áhugaverðir staðir

Ásbyrgi: 16 km, Hljóðaklettar: um 30 km, Dettifoss: um 38 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Fluguveidi.is – Brunná

Veiðitorg – Brunná

Uppl: Oddur Ingason s: 777-1600, fyrir vorveiði s: 449-9905, [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gufuá

Fjör við opnun Brunnár

Það leynast svo sannarlega stórir fiskar í Brunná! Kristinn Þeyr sem er með félögum sínum við opnun Brunnár sendi okkur smá skýrslu; “Við félagarnir erum komnir með 16 fiska á

Lesa meira »

Brunná – vorveiði

Fengum þetta skemmtilega myndband frá honum Valdimari H. Valssyni. Með honum í för var Ísak veiðifélagi hans. Hér kemur myndband númer 2 úr vorveiðitúrunum okkar. Við förum í Brunná í

Lesa meira »
Shopping Basket