Upptök Búlandsár eru í innstu drögum Búlandsdals. Hún rennur eftir endilöngum dalnum, fellur út úr honum í háum fossi og síðan 1,5 km um flatlendi til Berufjarðar. Fossinn er ekki fiskgengur en að honum kemst fiskurinn. Sjógengin bleikja er í Búlandsá, fremur smá en stærri fiskur innanum. Þarna má finna þokkalega veiðistaði, má þar nefna Ós, Brú og Foss. Bleikjan gengur ekki að neinu viti í ánna fyrr en komið er undir miðjan ágúst.