Deildará á Melrakkasléttu er gjöful laxveiðiá. Líkt og á við um aðrar ár í Þistilfirði er góður möguleiki á að setja í stórlax í Deildará. Áin er ekki sérstaklega vatnsmikil og fer því afskaplega vel fyrir þá sem vilja veiða með einhendu. Nettar stangir, flotlínur, smáar flugur og gárutúpur eru réttu verkfærin við Deildará. Hún hefur upp á margt að bjóða; fjölbreytta veiðistaði, einstaka náttúrufegurð, friðsæld, fjölskrúðugt fuglalíf og það sem er líklega mikilvægast að áin er gjöful. Veitt er í 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði síðustu 6 ára er um 230 laxar.