Nesvatn, eða Efra-Nesvatn eins og það er oftast kallað, er mun hærra uppi en önnur vötn sem fylgja sama veiðileyfi, eða í 30 metrum yfir sjávarmáli. Vatnið er um 0,3 km² að flatarmáli, en úr því rennur Nesá í Hörtnárvatn. Bæði bleikja og urriði eru í vatninu, sem og í Nesá. Það er allgóð veiði í Nesá og því ættu allir sem eru að veiða þarna að reyna fyrir sér í ánni. Aðgengi að vatninu er eftir 4 km löngum jeppaslóða eða á tveimur jafnfljótum.