Eldvatnsbotnar

Suðurland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

28 júní – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

15000 kr. – 20300 kr.

Tegundir

Veiðin

Vinsældir veiðisvæðisins í Eldvatnsbotnum hafa aukist mikið undanfarin ár enda hægt að fá þar fína veiði í fallegu umhverfi. Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Áin á upptök sín í svokölluðu Rafstöðvarlóni sem er sunnan við bæinn að Botnum. Hún rennur í tveimur kvíslum úr vatninu og er veiði í báðum kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Veiðimenn hafa einnig aðgang að veiði í stöðuvatninu Fljótsbotni, en í því er bleikja og sjóbirtingur. Sjóbirtingur gengur fyrr í Eldvatnsbotna en á önnur sjóbirtingsmið á Suðurlandi og er besti tíminn þar frá því um 10.-14. ágúst og út ágústmánuð.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Húsið er ágætlega búið tækjum og áhöldum. Í því eru þrjú herbergi, tvö með tveimur rúmum en það þriðja er með einu rúmi. Sængur fyrir 5 manns eru í húsinu. Húsið er bæði raf- og gasvætt, m.a. er örbylgjuofn og eldunarhella í eldhúsinu. Veiðimenn mega koma í húsið um og eftir 14:00 og skulu rýma það á sama tíma á brottfarardag. Menn leggja sjálfir til allan rúmfatnað og hreinlætisvörur og eru vinsamlega beðnir um að þrífa húsið vandlega við brottför og taka með sér allt rusl. Í húsinu fá finna allan helsta borðbúnað. Húsið er opið og veiðimenn eru beðnir um að skilja það eftir opið við brottför. Lykla má finna í húsinu ef menn vilja læsa á meðan þeir eru við veiðar. Gasgrill er við húsið og ef gas klárast er stutt að skjótast að bænum Botnar til að fá annan gaskút.

Veiðireglur

Seldar eru tvær stangir í tvo daga í senn nema í júní og júlí þegar seldar eru heilar vikur frá föstudegi til föstudags.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er eftir þjóðvegi nr. 1 um 50 km leið austur fyrir Vík í Mýrdal. Þar er beygt til hægri á afleggjara að bænum Botnar. Afleggjarinn er um 6,5 km langur og er farið um hlaðið á bænum, beygt til hægri og áfram um 2 kílómetra að veiðihúsinu.

Veiðisvæði: Rafstöðvarlón og báðar kvíslar Eldvatnsbotna að merktum veiðimörkum. Fyrir 27. júlí er einungis leyfð veiði í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni

VEIÐIKORT

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 33 km, Selfoss: 190 km, Reykjavík: 248 km og Akureyri: 617 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568-6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Eldvatnsbotnar

Engin nýleg veiði er á Eldvatnsbotnar!

Shopping Basket