Eskifjarðará rennur af hálendinu ofan fjarðarins til sjávar innan við kauptúnið. Hún var talin góð sjóbleikjuá hér á árum áður, en virðist nú hafa verið stórlega spillt með malartekju. Þó er enn mögulegt að fá veiði í bláósnum og einnig síðsumars innst í dalnum. Inn af eyðibílinu Eskifjarðarseli, má enn finna þokkalega veiðistaði og þar er hægt að fá ágæta sjóbleikjuveiði á haustin. Einnig getur verið líf og fjör í sjónum á fjöru. Líklega er það til marks um hve lítils heimamenn meta veiðina að veiðileyfi eru ekki seld, heldur virðist veiðin öllum heimil endurgjaldslaust.