Eskifjarðará

Austurland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi

Tegundir

Veiðin

Eskifjarðará rennur af hálendinu ofan fjarðarins til sjávar innan við kauptúnið. Hún var talin góð sjóbleikjuá hér á árum áður, en virðist nú hafa verið stórlega spillt með malartekju. Þó er enn mögulegt að fá veiði í bláósnum og einnig síðsumars innst í dalnum. Inn af eyðibílinu Eskifjarðarseli, má enn finna þokkalega veiðistaði og þar er hægt að fá ágæta sjóbleikjuveiði á haustin. Einnig getur verið líf og fjör í sjónum á fjöru. Líklega er það til marks um hve lítils heimamenn meta veiðina að veiðileyfi eru ekki seld, heldur virðist veiðin öllum heimil endurgjaldslaust. 

Kort og leiðarlýsingar

Eins og staðan er í dag er veiði aðallega á fá við ósinn og á Eiðstöðum inn af eyðibílinu Eskifjarðarseli

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Eskifjörður: 2 km, Reyðarfjörður 14 km, Egilsstaðir: 47 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Öllum er heimilt að veiða í ánni án endurgjalds

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Eskifjarðará

Engin nýleg veiði er á Eskifjarðará!

Shopping Basket