Fjarðará, ásamt Þverá, eru fallegar sjóbleikjuár sem renna um undirlendi hins ægifagra og margrómaða Borgarfjarðar eystra. Þær mynda saman allt að 20 km langt veiðisvæði. Frá náttúrunnar hendi eru þessar ár hentugastar fyrir sjóbleikju en þó veiðast þar nokkrir laxar á hverju sumri.

Veisla í Fjarðará á Borgarfirði eystri
„Ég átti frábærar stundir við Selfljót og Fjarðará á Borgarfirði eystri fyrir fáum dögum,“ sagði Ásgeir Ólafsson sem var á veiðislóðum fyrir austan. „Var að prófa svæði 2 í Selfljótinu