Galtalækur er góð 2ja stanga urriðaá sem rennur saman við Ytri Rangá vel fyrir ofan laxasvæði hennar. Oft veiðist mjög vel í Galtalæk en veiðisvæðið er krefjandi og því mikilvægt að umgangast það af tillitssemi. Þarna veiðast mjög stórir urriðar og einnig margir smærri. Einungis má veiða á flugu og skal öllum urriða sleppt aftur. Handleika skal fiskinn af gætni og varast að snerta hann með berum höndum.