Galtalækur

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

19500 kr. – 19500 kr.

Tegundir

Veiðin

Galtalækur er góð 2ja stanga urriðaá sem rennur saman við Ytri Rangá vel fyrir ofan laxasvæði hennar. Oft veiðist mjög vel í Galtalæk en veiðisvæðið er krefjandi og því mikilvægt að umgangast það af tillitssemi. Þarna veiðast mjög stórir urriðar og einnig margir smærri. Einungis má veiða á flugu og skal öllum urriða sleppt aftur. Handleika skal fiskinn af gætni og varast að snerta hann með berum höndum.

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Á Galtalæk II s: 861-6528 & 487-6528 eru 5 hús til gistingar (sjá hér)

Veiðireglur

Veiðimenn skulu stoppa heima á bæ, Galtalæk II, sem er vinstra megin á hlaðinu og „láta vita af sér“, áður en farið er niður að læk. Einnig er mikilvægt er að skrá allan afla nákvæmlega í veiðibók sem er í kassa á hlaðinu.

Ath. að einungis má veiða í læknum sjálfum en ekki í vötnunum!

Stangirnar  eru ætið seldar saman í pakka, einn dag í senn.

Kort og leiðarlýsingar

Til að komast að Galtalæk er tekinn afleggjari rétt áður en komið er til Hellu, þegar komið er að sunnan, en afleggjarinn er merktur Galtalæk. Ekið er alveg að bænum, um 30 km spöl, en leiðin niður að læknum liggur um bæjarhlaðið.

Veiðisvæðið nær frá brú neðan við bæinn Galtalæk niður að ármótum Galtalækjar og Ytri Rangár.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Galtalækur

Engin nýleg veiði er á Galtalækur!

Shopping Basket