Geitakarlsvötn eru í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða tvö vötn um 0,4 km² að flatarmáli og rennur á milli þeirra lítill lækur, Geitakarlsá. Þó nokkuð sunnar er vatnið Þrístikla og þangað var lagður góður vegur. Bleikja og urriði eru í vötnunum, svipuð stærð í þeim öllum. Frá Þrístiklu rennur lækur niður í Geitakarlsvötnin og þar er töluvert af fiski líka og því vert að veiða alla leið upp að vatni. Mitt á leiðinni upp að Þrístiklu er lítil tjörn, sem ber ekkert nafn, en í henni er talsvert mikið um sprækan urriða sem er vel haldinn. Stærðin er mest 1 ~ 2 pund. Ekki er veitt í net í þessum vötnum, þótt það væri sennilega til bóta.
Flott ferð á Skagaheiði
Margir leggja leið sína á Skagaheiði á hverju sumri og hópur veiðimanna var að koma þaðan fyrir skömmu, vaskir veiðimenn. „Það var fínasti silungur sem kom úr Geitarkarlsvatni og Þrístiklu,“ sagði