Geitakarlsvötn

Norðvesturland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Geitakarlsvötn eru í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða tvö vötn um 0,4 km² að flatarmáli og rennur á milli þeirra lítill lækur, Geitakarlsá. Þó nokkuð sunnar er vatnið Þrístikla og þangað var lagður góður vegur. Bleikja og urriði eru í vötnunum, svipuð stærð í þeim öllum. Frá Þrístiklu rennur lækur niður í Geitakarlsvötnin og þar er töluvert af fiski líka og því vert að veiða alla leið upp að vatni. Mitt á leiðinni upp að Þrístiklu er lítil tjörn, sem ber ekkert nafn, en í henni er talsvert mikið um sprækan urriða sem er vel haldinn. Stærðin er mest 1 ~ 2 pund. Ekki er veitt í net í þessum vötnum, þótt það væri sennilega til bóta.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ekki er í boði nein gisting við Geitakarlsvötn, en ef laust er í skálunum við vötnin í landi Hrauns (sjá hér) geta menn fengið þá leigða út. Kostar það 5000 kr. á mann.

Veiðireglur

Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er samkvæmt lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar á landinu

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má alls staðar í vötnunum og í þeim lækjum sem úr þeim falla

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blöndusós: 60 km, Sauðárkrókur 65 km, Akureyri: 184 km og Reykjavík: 302 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Jón Helgi, Víkum s: 453-6525

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Geitakarlsvötn

Flott ferð á Skagaheiði

Margir leggja leið sína á Skagaheiði á hverju sumri og hópur veiðimanna var að koma þaðan fyrir skömmu, vaskir veiðimenn. „Það var fínasti silungur sem kom úr Geitarkarlsvatni og Þrístiklu,“ sagði

Lesa meira »
Shopping Basket