Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi í nágrenni Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann; skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum. Bleikjan er á bilinu 1,5 – 2,5 pund en að sjálfsögðu eru stærri innan um. Í ánum er talsverð laxavon og hafa þær gefið um 30-40 laxa undanfarin sumur, en mest um 100 laxa. Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 – 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar. Í boði eru hálfir dagar til tveggja daga holl.
Flottur lax í Kolku
Tvær veiðifjölskyldur eru nú við veiðar í Kolku í Skagafirði, en svo nefnast Hjaltadals- og Kolbeinsdalsá sem heita Kolka eftir að þær renna saman núna um helgina.Þar landaði Jóhann Nóel