Hjaltadalsá & Kolka

Norðvesturland
Eigandi myndar: Veiðitorg
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

meira en 5 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

8500 kr. – 8500 kr.

Tegundir

Veiðin

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi í nágrenni Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann; skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum. Bleikjan er á bilinu 1,5 – 2,5 pund en að sjálfsögðu eru stærri innan um. Í ánum er talsverð laxavon og hafa þær gefið um 30-40 laxa undanfarin sumur, en mest um 100 laxa. Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 – 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar. Í boði eru hálfir dagar til tveggja daga holl.  

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Lítið, ágætt veiðihús stendur við Efri-Ás. Undanfarin ár hefur aðstaðan verið stórbætt með því að leiða rafmagn og heitt vatn í húsið og byggja pall við það. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft, í allt svefnplass fyrir átta manns. Vöðlugeymsla er í húsinu. Veiðimenn verða að koma með sængurföt og handklæði og þrífa húsið að lokinni dvöl. Hægt er að panta þrif og munu upplýsingar um það vera í húsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er hjá Varmahlíð í Skagafirði og í áttina að Sauðárkróki. Þaðan er ekið norður yfir brýrnar á Héraðsvötnum. Þegar komið er yfir brýrnar er beygt til vinstri, og keyrt í ca. 10 mínútur þangað til komið er að skilti merkt ,,Heim að Hólum”. Þar er beygt upp Hjaltadal og ekið áfram þar til komið er að brú yfir Hjaltadalsá. Veiðihúsið stendur við Efri-Ás. Einnig er hægt að fara þjóðveg 1 áfram norður frá Varmahlíð og beygja til vinstri við skilti sem merkt er Hofsós-Siglufjörður. Þetta á auðvitað öfugt við ef komið er frá Akureyri.

Í Kolbeindalsá eru 15 merktir veiðistaðir upp að stíflu og í Hjaltadalsá eru um 40 merktir veiðistaðir. Í Kolku er 5 merktir veiðistaðir

Veiðibók

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hofsós: um 24 km, Akureyri: 123 km og Reykjavík: 317 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 125 km

Áhugaverðir staðir

Byggðasafn Skagafjarðar s: 453-6173, www.glaumbaer.is

Hólar í Hjaltadal og stutt er í sundlaugina á Hofsósi

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðitorg.is – Kolka

Stangaveiðifélag Siglufjarðar s:  862 5583, [email protected]

 

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hjaltadalsá & Kolka

Flottur lax í Kolku

Tvær veiðifjölskyldur eru nú við veiðar í Kolku í Skagafirði, en svo nefnast Hjaltadals- og Kolbeinsdalsá sem heita Kolka eftir að þær renna saman núna um helgina.Þar landaði Jóhann Nóel

Lesa meira »
Shopping Basket