Flottur lax í Kolku

Tvær veiðifjölskyldur eru nú við veiðar í Kolku í Skagafirði, en svo nefnast Hjaltadals- og Kolbeinsdalsá sem heita Kolka eftir að þær renna saman núna um helgina.Þar landaði Jóhann Nóel 83 cm hrygnu úr Brúarhyl í Hjaltadalsá og var henni sleppt að viðureign lokinni. Þetta er stærsti fiskur Jóhanns hingað til, en hann segist ekki hættur og stefnir hærra. Líklega verður sagan sögð oft í veiðihúsinu í kvöld.

Hopurinn veiddi líka flottar bleikjur.

Hrygnan góða komin á land

Veiðar · Lesa meira

Hjaltadalsá & Kolka