Hlíðarvatn í Hnappadal

Vesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hlíðarvatn er gjöfult og vinsælt veiðivatn. Sérkenni vatnsins eru að vatnshæð breytist mikið yfir sumarið og því einnig veiðistaðir í hrauninu milli mánaða. Vatnið er rúmlega 4 km² og mesta dýptin er um 20m. Það er í um 75 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu er bæði bleikja og urriði og er það mál manna að í vatninu séu í það minnsta tvö afbrigði bleikju. Fiskurinn getur orðið vænn og í vatninu hafa veiðst urriðar um og yfir 50 cm og boltableikjur þótt mest sé af fiski rétt um og yfir pundið. Ágætlega veiðist á flugu, maðk og einnig spún en þó ber að að varast festur við hraunbotninn vestan megin í vatninu. Best er að veiða í Hlíðarvatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið. Í vatninu eru einnig stundaðar dorgveiðar að vetri til.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Hægt er að tjalda við vatnið án endurgjalds meðan pláss leyfir, en snyrtileg umgengni er krafist. Hreinlætisaðstaða er við vatnið.

Aðrir gistimöguleikar

Stangveiðfélag Borgarness er með snyrtilegt hús við vatnið sem er kallað Jónsbúð og er hægt að fá það leigt. Í húsinu er gistipláss fyri 6-7 manns en þar er fín aðstaða með eldhúsi og salerni en þó ekkert rafmagn. Leiguverð á húsinu er kr. 7.000 nóttin um helgar og kr. 5.000 á virkum dögum. Varðandi leigu á því þarf að panta með fyrirvara hjá [email protected].

Veiðireglur

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu láta vita af sér í síma 894-6679 / 435-6679 eða koma við í Hraunholtum. Þeim ber að  hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Menn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum og senda á [email protected]. Eins eru menn beðnir um að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir rusl.

Öll bátaumferð er bönnuð.

Kort og leiðarlýsingar

Leiðarlýsing: Ekið er inn á Snæfellsnesveg við Borgarnes og þaðan er beygt inn á Heydalsveg, malarveg sem er merktur Búðardalur og ekið eftir honum um 10 km og þá er vatnið á hægri hönd.

Veitt er fyrir landi Hraunholts sem er vestari hluti vatnsins. Einnig fyrir landi Heggstaða og Hallkellstaðahlíðar en þar er greitt sér.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu, en veiðileyfasala fer fram á eftirfarandi bæjum:

Hraunholt s: 894-6679 (Veiðikortið eða 3000 kr dagstöngin)

Hallkelstaðahlíð s: 770-2025  (5000 kr í þeirra landi)

Heggstaðir (Albert Guðm) s: 863-5034 (2000 kr fyrir sínu landi)

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Hlíðarvatn í Hnappadal

Engin nýleg veiði er á Hlíðarvatn í Hnappadal!

Shopping Basket