Híðarvatn í Selvogi hefur um árabil verið eitt af gjöfulustu sjóbleikjuvötnum landsins. Mesta dýpi þess er um 5 metrar og að flatarmáli er það rúmir 3,3 km2. Afrennsli þess er um Vogsós en vatnið sprettur upp úr hrauninu um ótal uppsprettur. Hlíðarvatn er afar gjöfult veiðivatn og þar veiðast á sumri hverju bleikjur í þúsundatali. Þar er um að ræða staðbundinn fisk sem þykir afar ljúffengur og skemmtilegur við að eiga. Flestir eru fiskarnir 0,5-1 pund en á sumri hverju veiðast fáeinir 5 punda fiskar og jafnvel stærri. Auk sjóbleikunnar hefur stöku lax veiðst í vatninu.
Ármenn er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Félagið var stofnað 28. febrúar 1973 og leigir út 3 stangir í vatninu ásamt veiðihúsi, Hlíðarseli.