Hlíðarvatn – Ármenn

Suðurland
Eigandi myndar: olfus.is
Calendar

Veiðitímabil

02 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Híðarvatn í Selvogi hefur um árabil verið eitt af gjöfulustu sjóbleikjuvötnum landsins. Mesta dýpi þess er um 5 metrar og að flatarmáli er það rúmir 3,3 km2. Afrennsli þess er um Vogsós en vatnið sprettur upp úr hrauninu um ótal uppsprettur. Hlíðarvatn er afar gjöfult veiðivatn og þar veiðast á sumri hverju bleikjur í þúsundatali. Þar er um að ræða staðbundinn fisk sem þykir afar ljúffengur og skemmtilegur við að eiga. Flestir eru fiskarnir 0,5-1 pund en á sumri hverju veiðast fáeinir 5 punda fiskar og jafnvel stærri. Auk sjóbleikunnar hefur stöku lax veiðst í vatninu.

Ármenn er eitt þeirra félaga sem leigir veiðirétt í Hlíðarvatni. Félagið var stofnað 28. febrúar 1973 og leigir út 3 stangir í vatninu ásamt veiðihúsi, Hlíðarseli.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið stendur undir hlíðinni vestanverðri, upp af Botnavík. Þar er snyrting, tvö herbergi með 2 kojum hvort, svefnloft, eldhúsbekkur(með gashellu, borðbúnaði og áhöldum), forstofa og gott úti-gasgrill. Taka þarf með sér rúmfatnað/svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Lyklar að húsi eru geymdir á krók við útihurðina. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir að kvitta fyrir veru sína við vatnið í dagbók veiðihússins og að skrá allan afla í veiðibók.

Veiðireglur

Húsinu skal skila hreinu til næstu veiðimanna eigi síðar en kl. 18:00 og allt rusl fjarlægt. Athuga ber að lausaganga hunda við vatnið er stranglega bönnuð og séu hundar hafðir í húsinu mega þeir einungis dvelja í forstofurými. Veiði má einungis stunda frá landi og er veiði af báti óheimil. Þó má nota belgbát (belly boat), nema inni á víkum, svo sem í Botnavík. Þeir veiðimenn skulu þó víkja fyrir mönnum í landi og halda sig í 50 m fjarlægð frá næsta veiðimanni.

Kort og leiðarlýsingar

Allt vatnið niður að brú á Suðurstrandarvegi, utan hólmanna við Stakkavík sem eru friðaðir á varptíma fugla

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórlákshöfn: 26 km, Selfoss: 52 km, Hafnarfjörður: 40 km, Reykjavík: 57 km og Akureyri: 446 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hlíðarvatn – Ármenn

Shopping Basket