Hnausatjörn er í Vatnsdal og er um 0.21 km² að flatarmáli. Veiðin er aðallega bleikja og urriði, en einnig sjóbirtingur og áll af og til. Hin síðari ár hefur gróður aukist í vatninu og er það veiðinni til baga. Silungurinn er að jafnaði 1 pund. Lítill lækur rennur frá Vatnsdalsá í Hnausatjörn, en frárennsli er um skurðinn Árfar. Hnausatjörn er vinsæl veiðistöð, enda eru aðstæður góðar við vatnið og gnótt fiskjar.