Hólmavatn

Vesturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hólmavatn á Hólmavatnsheiði, ásamt Laxárvatni, eru nefnd Sólheimavötn eftir nærliggjandi bæ sem þau tilheyra. Hólmavatn er um 1 km² að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Góð veiði er í vatninu. Bæði má finna þar urriða og bleikju, þó að bleikjan sé á undanhaldi. Algeng stærð fiska er 1-2 pund. Þeir sem leggja leiða sína í Hólmavatn geta einnig veitt í Selvötnum og Gullhamarsvatni. Selvötnin eru stutt frá, en um 15 mínútna gangur í Gullhamarsvatn.

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Ferðaþjónustan Erpstöðum, s: 868-0357, west.is  & facebook.com 

Tjaldstæði

Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við landeiganda, en þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna.

Veiðireglur

Veiðimenn verða að skrá sig við komu, á bænum Sólheimum, áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu sem þarf að skila útfylltri við lok veiða. Öll umferð á mótorhjólum & fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan. Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdal á þjóðvegi 59 og ekið áleiðis um 25 km að bænum Sólheimum þar sem veiðimenn skrá sig.  Þaðan er um 5 km vegur upp á heiði, sem er ekki greiðfær fólksbílum, en hægt að komast á vel útbúnum og háum fjórhjóladrifsbílum.

Veiða má í öllu vatninu fyrir landi Sólheima; eða frá útfalli austur fyrir vatnið og norður að þeim punkti þar sem Reiðgötuvatn liggur að vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 30 km, Reykjavík: um 180 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Hólmavatn er hluti af Veiðikortinu

Daði Einarsson á Lambeyrum s: 863-7702 & Aldís á Sólheimum s: 849-3637

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Hólmavatn

Engin nýleg veiði er á Hólmavatn!

Shopping Basket