Hraunsvatn

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar

Tegundir

Veiðin

Hraunsvatn liggur vestan við Selvatn og Reyðartjörn á Skagaheiði, er um 0.70  km² að flatarmáli og liggur í um 190 m yfir sjávarmáli. Vatnið er sagt að stærstum hluta í Skagafjarðarsýslu en Austur-Húnvetningar telja þó að hluti þess sé í þeirra sýslu. Þokkaleg sátt hefur náðst um þá skoðun. Þetta er eitt þeirra vatna á heiðinni sem var ofsetið af smáfiski á sínum tíma. Var þá ráðist í umfangsmiklar veiðar í net, með Bjarna á Hvalnesi í broddi fylkingar. Nú er þokkaleg bleikja í Hraunsvatni en hún er talin veiðast illa á stöng. Menn gætu þó lagt leið sína upp að vatninu og sannreynt þá kenningu. Aðkoman er að vísu eftir afar slæmum jeppaslóða frá Selvatni.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu.

Veiðileyfi og upplýsingar

Sveitarfélagið Skagafjörður s: 455-6000.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Hraunsvatn

Engin nýleg veiði er á Hraunsvatn!

Shopping Basket