Hraunsvatn í Öxnadal

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Einungis fótgangandi

Tegundir

Veiðin

Hraunsvatn er staðsett í mynni Vatnsdals sem liggur á milli Þverbrekkuhnjúks og Drangafjalls í Öxnadal. Það liggur hátt eða í 492 m yfir sjávarmáli og er 0.8  km² að flatarmáli. Það er í landi Hrauns og Háls í Öxnadal. Hraunsá rennur úr vatninu og liðast um 200 – 300 m áður hún hverfur ofan í hraunið sem er fyrir ofan bæinn Hraun. Mikil mergð er af smábleikju í vatninu, varla stærri en 1 pund. En þar er einnig ránbleikja, og því um tvo bleikjustofna að ræða. Ránbleikjan getur verið væn og hafa veiðst fiskar allt að 10 pundum. Sá galli er þó á að lítið virðist vera af henni og tekur hún varla annað en spóna sem kastað er langt út í djúpt vatnið. Besti tíminn í vatninu er fyrriparturinn af júlí, því það tekur lengri tíma þarna fyrir ísa að leysa og líf að kvíkna en þekkist í öðrum vötnum. Frá bænum Hálsi er 30 mínútna gangur að vatninu og virðist sem svo að þetta sé vinsæl gönguleið, jafnt fyrir veiðimenn og annað útivistarfólk. 

Kort og leiðarlýsingar

Nokkru neðar og sunnar, er Þverbrekkuvatn. Það er í 410 m hæð yfir sjó og áætluð stærð þess er 0.10 km². Þarna er fullt af smábleikju sem þykir góð á pönnuna. Mest er af 300 g til 1 punds bleikjum, aðeins örfáar ná meiri stærð. Fyrir tveimur árum voru sett urriðaseiði í vatnið og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar. Upp að Þverbrekkuvatni er um 20 mínútna gangur frá Hálsi og best er að leggja bílum sínum þar með góðfúslegu leyfi landeigenda.

Veiða má í öllu vatninu, einnig í Þverbrekkuvatni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 40 km, Húsavík: 115 km, Borgarnes: 275 km og Reykjavík: 354 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Leyfð er veiði án endurgjalds en gott að láta vita af sér á bænum Hálsi, Árni s: 462-6083 eða Engimýri s: 462-7518

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Myndasafn


Fréttir af veiði Hraunsvatn í Öxnadal

Engin nýleg veiði er á Hraunsvatn í Öxnadal!

Shopping Basket