Hrútafjarðará er frábær á fyrir smærri hópa og ein af albestu fluguveiðiám landsins. Metsumarið 2015 gaf Hrúta ásamt Síká 860 laxa á stangirnar þrjár en fyrra metið var sett 2013 þegar 702 laxar komu á land. Þarna er ágæt stórlaxavon en laxar allt að 10 kg veiðast flest sumur. Bleikjuveiði í ánni getur verið góð og ekki óálgengt að 250 – 300 bleikjur veiðist á hverju sumri. Bleikjan getur verið væn og veiðist aðallega á neðstu stöðum árinnar. Veitt er í 2 til 3 daga í senn í Hrútafjarðará
Réttarstrengur í Hrútafjarðará
Stórlax kom á land í morgun i Hrútu og að sjálfsögðu í Réttarstreng þeim frábæra stað. Veiðimaðurinn Oddur Rúnar landaði þessum glæsilega 102 sentimetra hæng eftir mikla baráttu . Hrútafjarðará