Hrútafjarðará

Norðvesturland
Eigandi myndar: strengir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Hrútafjarðará er frábær á fyrir smærri hópa og ein af albestu fluguveiðiám landsins. Metsumarið 2015 gaf Hrúta ásamt Síká 860 laxa á stangirnar þrjár en fyrra metið var sett 2013 þegar 702 laxar komu á land. Þarna er ágæt stórlaxavon en laxar allt að 10 kg veiðast flest sumur. Bleikjuveiði í ánni getur verið góð og ekki óálgengt að 250 – 300 bleikjur veiðist á hverju sumri. Bleikjan getur verið væn og veiðist aðallega á neðstu stöðum árinnar. Veitt er í 2 til 3 daga í senn í Hrútafjarðará

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús fyrir Hrútafjarðará er í landi Bálkastaða neðarlega við ánna að austanverðu á milli Síkár og gamla Staðarskála. Fjögur tveggja manna herbergi eru í húsinu með uppábúnum rúmm og handklæðum. Veiðimenn geta komið um og eftir kl. 14 á komudegi. Tvö baðherbergi með sturtu, sérstakt vöðlu-og þurrkherbergi og fiskmóttaka. Gott eldhús og stofa með stórum arni er einni fyrir hendi. Sumarið 2013 var þráðlaust internet sett upp og er til afnota fyrir gesti. Stór verönd með grilli er við húsið. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför, sem er kl. 13:00 á síðasta veiðidegi. Einnig er hægt að kaupa þá þjónustu ef samið er um það fyrirfram.

Veiðireglur

Þarna er skylt að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri

Kort og leiðarlýsingar

Hrútan er samtals um 10 km, frá Réttarfossi niður á Dumbafljóti. Veiðisvæði Síkár er um 4 km

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 34 km / Reykjavík: 160 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvíkurflugvöllur: 165 km

Veitingastaðir

Staðarskáli er stutt frá ánni

Veiðileyfi og upplýsingar

www.strengir.is

Veiðiþjónustan Strengir s: 567-5204

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hrútafjarðará

Boltafiskur úr Hrútafjarðará

„Það jókst einungis lítillega vatnið í Hrútafjarðará en nóg til að sett var í sex laxa í morgun og tveim landað,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum og bætti við;

Lesa meira »

Réttarstrengur í Hrútafjarðará

Stórlax kom á land í morgun i Hrútu og að sjálfsögðu í Réttarstreng þeim frábæra stað. Veiðimaðurinn Oddur Rúnar landaði þessum glæsilega 102 sentimetra hæng eftir mikla baráttu .  Hrútafjarðará

Lesa meira »
Shopping Basket