Laxinn mættur í Hrútafjarðará – vænir laxar í Síká

Laxinn er mættur í Síká

„Já við erum að byrja veiðina í Hrútafjarðará og það sáust strax laxar í Síká, svo hann er mættur,“ sagði Þröstur Elliðason við Hrútafjarðará er veiðimenn tóku fyrstu köstin. Fiskarnir í Síká eru vel vænir en litu ekki við neinum, ekki einu sinni rauðri franese. 
„Við reyndum í morgun í Réttarstreng en urðum ekki varir, ansi hvasst þar uppfrá en þetta kemur allt, fiskurinn er mættur,“ bætti Þröstur við. 

Hver laxveiði áin af annarri opnar þessa dagana,  byrjunin lofar allavega góðu í þeim flestum.

Mynd. Óðinn Helgi Jónsson kastar flugunni fyrir laxana í Síká. Myndir María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Hrútafjarðará