Hvítá í Árnessýslu er vanmetin veiðiá en um hana fer gríðarlegur fjöldi fiska ár hvert, bæði lax, sjóbirtingur og bleikja. Hvítá er með sjálfstæðan sterkan laxastofn, en einnig fer um ána lax sem er á leið uppí aðrar ár sem eru hluti af vatnakerfinu. Skálholtssvæðið í Hvítá er steinsnar fyrir neðan Hvítárbrú við Iðu. Það hefur verið í einkanýtingu í langan tíma en nú getur almenningur keypt þarna veiðileyfi. Ennig er í boði vorveiði á tímabilinu 1. apríl – 9. júní og eru tvær stangir seldar saman.