Hvítá – Skálholt

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

7500 kr. – 18900 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Hvítá í Árnessýslu er vanmetin veiðiá en um hana fer gríðarlegur fjöldi fiska ár hvert, bæði lax, sjóbirtingur og bleikja. Hvítá er með sjálfstæðan sterkan laxastofn, en einnig fer um ána lax sem er á leið uppí aðrar ár sem eru hluti af vatnakerfinu. Skálholtssvæðið í Hvítá er steinsnar fyrir neðan Hvítárbrú við Iðu. Það hefur verið í einkanýtingu í langan tíma en nú getur almenningur keypt þarna veiðileyfi. Ennig er í boði vorveiði á tímabilinu 1. apríl – 9. júní og eru tvær stangir seldar saman.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Skálholtsbúðir & Skálholtssóli s: 486-8870, skalholt.is/thjonusta

Veiðireglur

Veitt er með 2 stöngum á þessu svæði og eru þær stangir seldar saman í pakka – stakir dagar, veitt frá morgni til kvölds með hefðbundinni hvíld um miðjan dag.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá ósi Undapolls við svokallað Torfholt, nokkru neðan við Hvítárbrú við Laugarás, og niður alla Skálholtstungu, langleiðina niður að ármótum við Brúará.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hvítá – Skálholt

Engin nýleg veiði er á Hvítá – Skálholt!

Shopping Basket