Þetta er eitt af betri stangaveiðisvæðum í Hvítá í Borgarfirði. Það er niður af ósum Flókadals- og Reykjadalsár, þar sem þær renna í Hvítá, um tveggja km svæði. Leyfð er veiði á tvær stangir og er svæðið að mestu leigt nokkrum einstaklingum frá ári til árs. Samkvæmt veiðifélaginu sem leigir veiðiréttinn í Svarthöfða veiðast þarna 150 – 200 laxar á sumri og eitthver slatti af sjóbirtingi.