Íshólsvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Hulda Gunnars
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Íshólsvatn er suður af Mýri í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er í 375 m hæð yfir sjávarmáli, er u.þ.b. 5,2 km² að flatarmáli og allt að 39 m djúpt. Í það rennur Rangá og ýmsir lækir og úr því Fiská. Í Íshólsvatni var allgóð silungsveiði en vatnið er lítið stundað nú á dögum. Sögur fara t.d. af mönnum sem hafa fengið háa meðalvigt af urriða. Stórbleikja er einnig þarna og einsog algengt er mergð af smárri bleikju. Nokkrar bleikjur skera sig úr og taka upp á því að éta meðbræður sína og systur. Skammt frá Íshólsvatni er Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti í fögrum stuðlabergsramma.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu, en besta veiðin er þar sem rennur í það og úr

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 80 km, Húsavík: 90 km, Egilsstaðir: 260 km og Reykjavík: um 470 km.

Áhugaverðir staðir

Aldeyjarfoss: 6 km, Goðafoss: 48 km, Vaglaskógur og Lundskógur: 74 km og Mývatnssveit: 90 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Mýri í Bárðardal, s: 464-3111

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Íshólsvatn

Engin nýleg veiði er á Íshólsvatn!

Shopping Basket