Kálfborgarárvatn

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Kálfborgarárvatn er 3,5 km² stöðuvatn á heiðinni austan Bárðardals. Það er alldjúpt á köflum og hæð þess yfir sjó er 359 m. Útrennsli þess er Kálfborgará til norðurs í Skjálfandafljót. Jeppum er fært að vatninu, bæði að vestan og austan. Umhverfi þess er hlýlegt, lynggrónir ásar. Talsvert er af fiski í vatninu, bleikja sem getur vegið allt að fjögur pund, þótt mest sé um smærri fisk. Netaveiði hefur lengi verið stunduð í vatninu og fiskurinn unninn í reyk. Talsvert er um ísdorg á vetrum en aftur á móti ekki mikil stangaveiði á sumrin.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Kiðagil, s: 464-3290, svartarkot.is/kidagil

Fosshóll, s: 852-9133, fossholl.is

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Veiðileyfi og upplýsingar

Kristlaug í Engidal, s: 464-3280 (selur fyrir sínu landi).

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Kálfborgarárvatn

Engin nýleg veiði er á Kálfborgarárvatn!

Shopping Basket