Þingvallavatn – Kárastaðir

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

20 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

7 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5900 kr. – 24900 kr.

Tegundir

Veiðin

Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn, skammt frá ósum Öxarár, og þar er helsta hrygningarstöð urriðans í vatninu. Urriðinn sveimar um svæðið í torfum á vorin og getur veiðin orðið ævintýraleg ef menn hitta á eina slíka. Þarna er stórbrotið hraunsvæði, með gjám og hraunköntum, sem margir telja fallegasta veiðisvæði Þingvallavatns. Fiskarnir eru mjög stórir, jafnvel yfir 20 pund. Meðalstærðin er þó um 4 kg. Kárastaðalandið er að hluta innan þjóðgarðsins og eru veiðileyfi seld sérstaklega og því gildir Veiðikortið ekki þarna. Margir góðir veiðistaðir eru við Kárastaðalandið og ástæða til að geta Rauðukusuness sem hefur gefið margan urriðann.

Veiðireglur

Fjöldi stanga er 4 – 7 (eftir tímabilum)

Kort og leiðarlýsingar

Kárastaðalandið nær frá Nestá/Grjótnesi og inn eftir víkinni í átt að þjóðgarðinum

Veiðikort af svæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 52 km, Reykjavík: 46 km, Reykjanesbær: 87 km og Akureyri: 398 km

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Þingvallavatn – Kárastaðir

Skítakalt við veiðina fyrstu dagana

Það hefur verið skítakuldi við veiðiskapinn fyrstu klukkutímana sem veiðin mátti byrja, eða eins og einn veiðimaðurinn sagði; „maður þurfti að berja sig áfram við að nenna þessu skal ég

Lesa meira »

Vænn urriði á land við Kárastaði

„Þetta var skemmtileg barátta og stóð í yfir 20 mínútur,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem var á veiðislóðum í dag og landaði þessum væna urriða sem reyndist 93 sentimetra langur. Veiðin

Lesa meira »
Shopping Basket