Kvíslavötn eru góðan spöl vestan megin við Arnarvatnsveg, í beinni stefnu frá Hólmavatni sem liggur við veginn. Hér eru efstu upptök Núpsár sem er hluti af hinu geisivinsæla veiðisvæði Miðfjarðarár. Hér er aðallega um eitt vatn að ræða og er það í 410 m hæð yfir sjó og 0.80 km² að flatarmáli. Í Kvíslavötnum er góður silungur, hvortveggja urriði og bleikja og er algeng stærð um 2 pund.