Kvíslavötn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Kvíslavötn eru góðan spöl vestan megin við Arnarvatnsveg, í beinni stefnu frá Hólmavatni sem liggur við veginn. Hér eru efstu upptök Núpsár sem er hluti af hinu geisivinsæla veiðisvæði Miðfjarðarár. Hér er aðallega um eitt vatn að ræða og er það í 410 m hæð yfir sjó og 0.80 km² að flatarmáli. Í Kvíslavötnum er góður silungur, hvortveggja urriði og bleikja og er algeng stærð um 2 pund.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Möguleiki er að kaupa gistingu í nokkrum skálum við Arnarvatn Stóra. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Ennfremur matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálunum. Komu og brottfaratími miðast við hádegi.

Stóri skáli: 3900 kr. á mann sólarhringurinn.

4 manna hús: 15.000 kr. sólarhringurinn.

Dísarbúð: 28.500 kr sólarhringurinn (hýsir 7 manns).

Hafið samband við Rafn Ben. s: 8927576,  [email protected] ef þið viljið bóka gistingu

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í alla bakka í öllum vötnunum

Um tvær leiðir er að velja að vötnunum, annaðhvort að fara upp jeppaslóða í Núpsdal og ganga svo að vötnunum en það tekur einn til einn og hálfan tíma. Eða fara Arnarvatnsveg og ganga þaðan, en sú leið er nokkuð torfær vegna mýrlendis. Því tekur sú ganga svipaðan tíma og sú fyrr nefnda.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 70 km, Akureyri: 260 km, Borgarnes: 172 km, Reykjavík: 247 km og Reykjanesbær: 288 km (Vegalengd að Arnarvatni Stóra, en svo er 1-2 klst. ganga að vatninu).

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Ben. s: 8927576,  [email protected]  & Örnólfur, Efra-Núpi s: 868-0139

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Kvíslavötn

Engin nýleg veiði er á Kvíslavötn!

Shopping Basket