Langá

Vesturland
Calendar

Veiðitímabil

21 júní – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

12 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

76000 kr. – 268000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með 93 skráða veiðistaði og á upptök sín í Langavatni 36 km frá sjó. Áin er miðlungsstór, allt aðgengi til fyrirmyndar og ætti veiði í Langá að henta flestum. Mikið af smálaxi gengur yfirleitt í ána, en stofninn þar er þekktur fyrir að vera sterkur frekar en mjög stór. Best er að veiða Langá með einhendu, flotlínu og litlum flugum því fiskur liggur oftar en ekki á frekar grunnu vatni. Takan er oft ævintýraleg en fiskurinn í Langá er dyntóttur og reynist stundum erfiður viðureignar. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Það væsir ekki um veiðimenn í Langárbyrgi sem stendur á bökkum hinna rómuðu Hvítsstaðahylja. Húsið er nýlegt með tólf tveggja manna herbergjum hverju með sínu baðherbergi. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð. Full þjónusta er í húsinu allan veiðitímann.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Ármótafljóti og niður fyrir Sjávarfoss, en samtals eru 93 veiðistaðnir í ánni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 12 km / Reykjavík: 89 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 94

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050, [email protected],

Verðið sem gefið er upp er fyrir félagsmenn, utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Langá

Laxi var landað eftir langa baráttu

Mikil þurrkatíð  hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að

Lesa meira »

Kastað til bata 2023

Dagana 4.–6. júní sl. var farin ferð í Langá á Mýrum undir formerkjum verkefnisins „Kastað til bata“. Verkefnið er endurhæfingarverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheilla – samhjálpar kvenna, og styrktaraðilum. Stangveiðifélag Reykjavíkur

Lesa meira »

Sextán laxar komu á land hjá Dollý

„Skemmtifélagið Dollý fór í sína aðra veiðiferð í Langá í síðustu viku.  Veiðin var ágæt enda allar aðstæður með ágætum, veðrið temmilega veiðilegt og gleðin í fyrirrúmi,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Lesa meira »

Stórar smálaxagöngur mættu í Langá

Yfir tvö hundruð laxar gengu í gegnum teljarann við Skuggafoss í Langá síðasta sólarhringinn. Þórður Arnarson, veiðivörður og staðarhaldari við Langá staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst. Ljósmynd/Einar Falur mbl.is

Lesa meira »
Shopping Basket