Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með 93 skráða veiðistaði og á upptök sín í Langavatni 36 km frá sjó. Áin er miðlungsstór, allt aðgengi til fyrirmyndar og ætti veiði í Langá að henta flestum. Mikið af smálaxi gengur yfirleitt í ána, en stofninn þar er þekktur fyrir að vera sterkur frekar en mjög stór. Best er að veiða Langá með einhendu, flotlínu og litlum flugum því fiskur liggur oftar en ekki á frekar grunnu vatni. Takan er oft ævintýraleg en fiskurinn í Langá er dyntóttur og reynist stundum erfiður viðureignar.

Viltu veiða í Langá með meistaranum?
Viltu veiða í Langá með meistaranum? Stórveiðimaðurinn Árni Baldursson gekk í SVFR í vetur eftir 30 ára aðskilnað og af því tilefni höfum við sett í sölu sérstakt gestgjafaholl með