Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins, og óvíða er meðalveiði hærri þegar horft er á afla á hverja dagsstöng. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdáendur. Það er rúmt um veiðimenn bæði við veiðarnar og eins í veiðihúsinu við Þrándargil. Áin hentar vel þeim sem brúka vilja einhendur við netta, en umfram allt gjöfula laxveiðá sem rennur um söguslóðir Íslendingasagnanna. Laxá er þekkt fyrir gríðarlegar aflahrotur í vætutíð, en nú er eingöngu leyfð fluguveiði í ánni allt sumarið.
Fyrsti laxinn úr Dölunum var hundraðkall
Laxá í Dölum opnaði í morgun og það með stæl. Einn þekktasti veiðistaður árinnar, Kristnipollur stóð undir öllum væntingum viðstaddra þrátt fyrir skíta veður. Ljósmynd/HHÞ mbl.is – Veiði · Lesa