Laxá í Hvammssveit er lítil á í Dölum sem fellur til sjávar í Hvammsfjarðarbotn. Áin er dragá, mynduð af fjölmörgum ám og lækjum, en stærstar þeirra eru Sælingsdalsá og Svínadalsá. Svínadalsá var áður fiskgeng tæplega 1 km að Geirmundarfossi, en árið 2009 var sprengdur fiskvegur framhjá fossinum og opnaðist þá 2 km búsvæði ofan við fossinn. Lax getur gengið um 7 km leið í Sælingsdalsá, en Hólafoss neðst í ánni er veruleg gönguhindrun fyrir lax. Einnig verður vart við bleikju og urriða. Veiðileyfi eru ekki í boði fyrir almenning.