Laxá í Kjós & Bugða

Suðvesturland
Eigandi myndar: Gísli Ásgeirsson
Calendar

Veiðitímabil

25 júní – 25 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

60000 kr. – 140000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá í Kjós og Bugða hafa um langt árabil verið með bestu laxveiðiám landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með 92 merkta veiðistaði. Laxá í Kjós er skemmtileg fluguveiðiá og flesta veiðistaði má veiða með einhendu. Áin er kominn í nýjar hendur, veiðileyfi hafa lækkað og veiðihúsið hefur fengið yfirhalningu. Góður veiðikostur þarna á ferð.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn gista í hinu glæsilega veiðihúsi við Ásgarð skammt ofan við þjóðveginn. Húsið er reist árið 2006 og er með glæsilegustu veiðihúsum landsins. Þar eru 12 tveggja manna herbergi, öll með útsýni yfir ána og sturtu og salerni. Rúmgóður matsalur er í húsinu, með stórbrotnu útsýni yfir ána og falleg setustofa með arni.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 (Vesturlandsvegur) í átt að Hvalfjarðargöngum. Stuttu áður en komið er að göngunum er beygt til hægri og ekið inn Hvalfjörð þar til komið er að brúnni yfir Laxá í Kjós. Ekið er yfir brúna, beygt strax til hægri og ekinn um einn km og er þá komið að afleggjara að veiðihúsinu á hægri hönd.

Veiðisvæðið nær frá Sjávarfossi og upp að Skugga. Einnig öll Bugða, frá Meðalfellsvatni að Laxá í Kjós. Alls um 25 km

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykjavík: 48 km, Reykjanesbær: 90 km, Selfoss: 90 km og Akureyri: 370 km

Veitingastaðir

Kaffi Kjós: 6 km og Bjarteyjarsandur: 28 km

Áhugaverðir staðir

Glymur: Hæsti foss Íslands (23 km að uppgönguleið), Meðalfellsvatn er stutt frá, sem er gott veiðivatn.

Hernámsetrið s: 433-8877, warandpeace.is

Veiðileyfi og upplýsingar

Höklar ehf s: 845-4595, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Fyrstu laxarnir mættir í Kjósina

Fyrstu laxarnir sáust í Laxá í Kjós skömmu eftir kvöldmat í kvöld. Það var Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður sem sá þá og staðfesti við Sporðaköst að hann hefði séð tvo nýrunna

Lesa meira »

Þetta er þúsundasti laxinn úr Kjósinni

Þúsundasti laxinn veiddist í Laxá í Kjós í gærdag. Það var Svavar Hávarðsson,ritstjóri Fiskifrétta sem setti þann þúsundasta. Grannt var fylgst með allri veiði þegar ljóst var að þúsundasti laxinn

Lesa meira »
Shopping Basket