Laxá í Kjós og Bugða hafa um langt árabil verið með bestu laxveiðiám landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með 92 merkta veiðistaði. Laxá í Kjós er skemmtileg fluguveiðiá og flesta veiðistaði má veiða með einhendu. Áin er kominn í nýjar hendur, veiðileyfi hafa lækkað og veiðihúsið hefur fengið yfirhalningu. Góður veiðikostur þarna á ferð.
Kjósin gerbreytt eftir mikinn snjóavetur
Laxá í Kjós hefur tekið miklum breytingum í þeim vorleysingum sem þegar hafa orðið. Fyrirsjáanlegt er að meiri leysingar eru framundan þegar hlýnar á ný. Nýliðinn vetur er sá snjóþyngsti